Fréttir

Staðan eftir 2 vikur - Team HG á toppnum - Stóri pottur skilar vinningi

Getraunir | 12.01.2020

HG menn halda áfram að skila inn góðum tölum, ná bestum árangri helgarinnar ásamt Shiran eða 10 réttum.  Shiran fer hrikalega vel af stað, greinilega farinn að vanda sig betur.

Enn geta tipparar bæst í leikinn þar sem henda má þremur verstu vikunum, 15 vikur af 18 telja, áhugasamir sendi póst á getraunir@vestri.is.  Eins er alltaf opið fyrir framlög í stóra pottinn.

Vandræði hjá fyrrum meisturum en Hampiðjan og Skúrinn að skila ekki nógu góðum árangri.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér 

Stóri pottur náði  11 réttum sem skilaði um 35.000 í vinning, skiptist á hluthafa.  Rétt að Gummi Gísla fái að stýra seðlinum aftur.

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt.  7 leikir úr efstu deild og 6 úr þeirri næstu, næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 14 að taka við röðum.  Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Tipparar hvattir til að taka þátt í vorleiknum, því fleiri því betra.

Þessir leikir verða með annara í beinni útsendingu í Skúrnum:

12.30  QPR  -  Leeds

12.30   Watford  -  Tottenham

15.00   Arsenal  -  Sheffield United

17.30   Newcastle  - Chelsea