Fréttir

Staðan eftir 8 umferðir og næsti seðill

Getraunir | 01.03.2019

Hampiðjan heldur toppsætinu en Sammi Samm skýst í 2. sætið með góðum 11 réttum en 3 getspakir náður 11 réttum um síðustu helgi, restin minna.

Stóri potturinn skilaði 12 réttum og vorum við hársbreidd frá 13, skv. okkar helsta sérfræðingi þurfi einhver af 4 leikjum að fara einhern veginn öðruvísi þá hefðum við náð 13 en 13 réttir skiluðu 641.000 í vinning.  Okkar seðill halaði inn kr. 41.060 sem var nokkurn veginn kostnaður við seðilinn, komum út á sléttu.

Staðan í leiknum er hér til hliðar undir skrár.

Næsta seðil má finna hér

6 leikir úr úrvalsdeild og 7 úr þeirri fyrstu.

Við verðum í skúrnum á morgun frá 12.00 til 14.00 að taka við röðum og framlögum í stóra pottinn, höfum hann óvenju stóran núna, stefnt á 13 rétta.  Hvetjum tippara til að senda raðir inn snemma til að auðvelda vinnu.

Tottenham - Arsenal verður sýndur kl. 12.20

Manchester United - Southampton sýndur kl. 14.50

Áfram Vestri

Deila