Fréttir

Staðan eftir 9 vikur og næsti seðill - Pétur Magg nær 13 réttum!!

Getraunir | 18.11.2019

13 réttir.  Pétur Magg náði þeim glæsta árangri að fá 13 rétta um liðna helgi, skilaði kr. 21.230 í vinningsfé, vel gert Pétur.  Pétur spilar fyrir  Team skúrinn sem þar með auka forystu sína á toppnum, komnir með þriggja stiga forystu í leiknum.  Hin liðin þurfa að fara að taka sig á..

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér.  Búið að draga eina röð frá.

 

Stóri pottur náði einnig 13 réttum, vinningur kr. 21.230 sem er ljómandi gott nema hvað miðinn kostaði kr. 48.000 þannig að ekki var ávöxtunin góð en erfitt að gera betur svo sem.

Landsleikjahléi lokið og venjulegur seðill að þessu sinni, 7 leikir úr efstu deild og 6 úr þeirri næstu.   Næsta seðil má finna hér.

 

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 14 að taka við röðum.  Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

 

Þessir leikir verða í beinni útsendingu í Skúrnum:

12.30   West Ham  -  Tottenham

15.00   Crystal Palace  -  Liverpool

17.30   Manchester City  -  Chelsea