Fréttir

Strembin bikarhelgi að baki

Getraunir | 13.01.2021

Bikarinn fór illa venju samkvæmt í tippara.  Besti árangur helgarinnar voru heilir 10 réttir og náðu þrír aðilar þeim árangri.  Rétt að nefna að Magnús Bjarnason náði 10 réttum, vel gert Magnús, langt síðan hann náði vinningi.

Ekki mikill fjárhagslegur ávinningur en fyrir 10 rétta fengu tipparar kr. 800.

Fulltrúar Skúrsins og HG fengu einnig 10 réttu sem þýðir að Skúrinn heldur toppsætinu, einu stigi á undan Team HG, nokkrir tippar koma síðan þar á eftir með 19 stig.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér  Vorleikur er 17 vikna leikur, 14 bestu telja.

Stóri pottur náði einnig 10 réttum sem skilaði kr. 4.800 í vinning. Vorum með 2 ranga leiki á seðli og kerfið  missti út einn, gengur betur næst.

Næsti seðill er þægilegri en sá síðasti, bikarinn alltaf erfiður.  4 leikir úr efstu deild og 9 úr B deildinni.  Ritstjórn fagnar ávallt Leeds leikjum á seðli.  Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Þessir leikir verða í beinni hjá Dóra:

 

12:30  Wolves  -  WBA

15:00  Leeds  -  Brighton

17:30  Fulham  -  Cheklsea

20:00   Leicester  -  Southampton

Deila