Fréttir

Team Getspakir komnir á toppinn

Getraunir | 23.02.2022

Sviptingar urðu á toppnum, Getspakir voru þeir einu sem náðu 10 réttum.  Hampiðjan og HG náðu 9 réttum aðrir 8.  Þetta þýðir að Getspakir sitja einir á toppnum með 70 stig, hin liðin eru öll me 69 stig.  Jafnara getur þetta vart verið.

Guðni náði 10 réttum fyrir hönd Getspakra og skilaði það honum kr. 2.940 í vinning, 10 réttur þannig ekki góður árangur, gekk illa hjá vestfirskum tippurum þessa helgina.

Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur liða hér 

Stóri pottur stóð sig ekki vel, náði 10 réttum sem skilaði heilum kr. 2.940   í vinning, gengur betur næst.  Kerfið hélt að þessu sini en vorum með City leikinn rangan sem og Aston Villa og Brighton leikina.

Næsti seðill er snúinn venju samkvæmt, fimm leikir úr efsti deild og átta úr þeirri næstu, seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Alltaf beinar útsendingar í Skúrnum hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans og hér hvað er á Stöð tvö sport.

Deila