Fréttir

Team Sjálfval á toppnum

Getraunir | 27.01.2022

Sú skemmtilega staða er kominn upp í getraunaleik Vestra að þrátt fyrir alla spekingana er Team sjálfval að ná besta árangrinum.  Eins og nafnið ber með sér notfæra allir liðsmenn liðsins sér sjálfval við seðlagerð.

 

Ingólfur Þorleifsson náði 11 réttum fyrir þeirra hönd sem skiluðu honum kr. 1.660 í vinning.  Ein önnur ellefa skilaði sér í  hús í leiknum og var það Edward Hoblyn fyrir hönd Team Skúrinn sem náði þeim fína árangri.  Önnur lið náðu ekki nema 10 réttum.  Þetta þýðir að Sjálfval er komið á toppinn og Skúrinn í 2. sætið þar sem þeir hafa náð mest 11 réttum en keppinautarnir ekki nema 10.

Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur liða hér 

Stóri pottur stóð sig hins vegar verulega illa, naði ekki nema 9 réttum, getum ekki unnið í hverri viku, gengur betur næst.

Næsti seðill er verulega snúinn, níu leikir úr B deldinni og einir fjórir ú C deildinni, nú reynir á, seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.

Deila