Fréttir

Team Skúrinn er ekki á toppnum

Getraunir | 29.09.2021

Óvenjuleg staða er nuna eftir fyrstu vikuna í getraunaleiknum.  Skúrverjar eru ekki efstir!  Ansi langt síðan slík staða hefur sést.

Hampiðjumenn og Villi Matt stóðu sig best í viku eitt.  Náðu 11 réttum, þrjú lið náðu 10 réttum, hér má sjá stöðuna í leiknum.  11 réttir skiluðu Hampiðjumönnum kr. 5.900 og Villa 3.100.  Villi stóð sig reyndar betur þar sem hann var með töluvert minni miða en Hampiðjumenn, náði  fyrir kostnaði og rúmlega það.

 

Næsti seðill snúinn, hann má finna hér.  Boðið er upp á 5 leiki úr efstu deild og 8 úr þeirri næstu.

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 11 - 12.30 að taka við röðum. 

Stóri pottur skilaði ekki mikilli uppskeru, náðum 11 réttum sem skilaði  kr.  5.900 í vinning.

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði

Deila