Fréttir

Team Skúrinn í toppsætið

Getraunir | 18.11.2020

Flottur árangur náðist þessa helgina hjá vestfirskum tippurum.  Töluvert margir vinningar skiluðu sér í hús.  Tippnefnd reiknast til að kr. 193.000 hafi skilað sér til getspakra tippara.  Tvær tólfur  náðust og sáu félagarnir í Team Skúrnum um þær.   Hákon Hermanns náði tólf réttum sem skiluðu kr. 24.600.  Dóri Eró náði einnig 12 réttum og fékk gerði enn betur og halaði inn kr. 26.300 í vinningsfé.

Nokkrar ellefur sáust og slatti af 10 réttum en 10 réttir skiluðu smá vinningi þessa helgina.  Þetta þýðir að Skúrverjar sitja einir á toppnum, einu stigi á undan Hampiðjunni en þremur á undan HG.

Tippnefnd vill vekja athygli á stórgóðum árangri Sigrúnar Sigvalda sem situr í 4. sæti og tippar fyrir töluvert lægri fjárhæðir en stórliðin.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér 

Stóri pottur náði einnig 12  réttum sem skilaði kr. 100.000 í vinning.  Miðinn kostaði kr. 72.000 þannig að hluthafar pottsins fengu um 38% ávöxtun á framlag sitt.  Reyndar vorum við með 13 rétta en kerfið hélt ekki.  Kastað var upp á Noregsleikinn þar sem hann var ekki spilaður og ef 2 hefðu komið upp hefðum við fengið 13 rétta.  Stutt á milli í þessu og nefndin þess fullviss að frændur okkar hefðu alltaf unnið leikinn, ekki spurning.

Næsti seðill er snúinn venju samkvæmt,  3 leikir úr efstu deild og einir 10 úr þeirri næstu.  Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Þessir leikir verða í beinni hjá Dóra:

 

12:30  Newcastle  -  Chelsea  

15:00  Aston Villa  -  Brighton

17:30  Tottenham  -  Manchester City

20:00   Manchester United  -  WBA

Deila