Fréttir

Uppgjör getraunaleikja vetrarins

Getraunir | 17.07.2019

Nú styttist í nýtt tímabil í enska boltanum.  Því er ekki seinna vænna að gera upp getraunaleiki síðasta tímabils.

 

Við vorum með haustleik og vorleik.  Einnig voru verðlaun fyrir besta samanlagðan árangur.

 

Veitt eru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í hvorum leik og einnig fyrir besta samanlagðan árangur.  

Fyrir sigur er flugferð innanlands í boði Air Iceland Connect.

Fyrir annað sætið er tvisvar sinnum út að borða fyrir 2 á Hótel Ísafirði.

Fyrir þriðja sætið er út að borða fyrir 2 á Húsinu.

 

Sigurvegarar leikjanna voru:

Haustleikur

1.  Kristinn Þórir Kristjánsson    124 stig

2.  Guðmudnur Gíslason               124 stig  (Krissi vann á fleiri 12 réttum)

3.  Team Hampiðjan                       122 stig

 

Vorleikur

1.  Team Hampiðjan                  159 stig

2.  Samúel Samúelsson             157 stig

3.  Guðni Ó. Guðnason              156 stig

 

Sigurvegari í samanlögðu var síðan Tema Hampiðjan með 281 stig samtals.  Næstur var Krissi með 278 sig.

Í verðlaun fyrir sigur í samanlögðu er gjafabréf á Húsinu fyrir kr. 50.000 sem sigurvegararnir nýta væntanlega vel.

Heildarárangur í leikjum vetrarins má svo sjá hér í stöðutöflur.

 

Svo styttist í næsta haustleik.  Fyrirkomulag verður kynnt betur þegar nær dregur en tipparar geta farið að undirbúa sig fyrir átök vetrarins.  Ekki værri verra ef okkur tækist að fjölga liðum í leiknum.  Allt gegnur þetta jú út á að afla tekna fyrir félagið okkar.

 

Áfram Vestri

Deila