Fréttir

Aðalfundur hjólreiðadeildar Vestra 2024

Hjólreiðar | 13.03.2024

Aðalfundur hjólreiðadeildar Vestra verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 14. mars, kl. 19.30 í Vallarhúsinu á Torfnesi.

Dagskrá:

1. Fundarsetning. Fundarritari og fundarstjóri kosnir.

2. Formaður gerir grein fyrir starfsemi félagsins á liðnu starfsári.

3. Gjaldkeri deildar leggur fram til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum deildarinnar sem staðfestir hafa verið af kjörnum skoðunarmanni og gjaldkera aðalstjórnar.

4. Reglugerðabreytingar.

5. Ákvörðun um félagsgjald.

6. Kosningar:

   a) Kosinn formaður deildar til eins árs.

   b) Kosnir tveir meðstjórnendur og tveir varamenn til eins árs í senn.

7. Rekstraráætlun fyrir 2024.

8. Kynning á þjálfaramálum fyrir sumarið 2024.

9. Keppnir 2024

10. MTB Ísafjörður verkefnið.

11. Önnur mál.

12. Fundarslit

Deila