Hjólreiðadeild Vestra stendur fyrir sínu árlega fjallahjólamóti nú um helgina. Bæði verður keppt í fullorðins og barnaflokkum í enduro keppnisgreininni. Mótið er hluti af bikarmótaröð Hjólreiðasambands Íslands.
Mótið hefst í dag föstudaginn 8. ágúst kl. 18:00 með svokallaðri ofur-sérleið (superstage) sem A-flokkur keppenda tekur þátt í. Þetta er löng og krefjandi sérleið sem hefst upp við Buná og endar neðst í Múlanum rétt fyrir ofan Múlaland. Á laugardaginn heldur mótið svo áfram með öðrum flokkum í fullorðinna og ungmenna og hefst kl. 10. Á sunnudaginn fer svo fram ungdúrómót Vestra en þar taka þátt keppendur frá 17 ára aldri og niðrúr og hefst keppni kl. 11.
Frá hádegi á laugardag fer keppnin nær eingöngu fram á Seljalandsdal og nágrenni og hvetjum við alla til að kíkja upp í skíðaskálann á Seljalandsdal eða að Skíðheimum og fylgjast með og hvetja keppendur!
Keppnisgögn fyrir Enduro mótið verða afhent í hjólaversluninni Fjordhub, Aðalstræti 20 frá kl. 14 föstudag. Keppnisgögn fyrir ungdúró mótið verða afhent í skíðaskálanum á Seljlandsdal frá kl. 10 á sunnudagsmorgun.
Deila