Fréttir

Fjallahjólamót upp á dal

Hjólreiðar | 24.07.2019

Vestri hjólreiðar hélt Íslandsmeistaramót í Ólympískum fjallahjólreiðum (XCO) síðastliðinn sunnudag.

Mótið var haldið í nýrri hjólabraut upp á Seljalandsdal. XCO er ólympísk keppni í fjallahjólreiðum og krefst þess að keppendur hafi bæði tæknilega getu til þess að hjóla ákveðna leið og úthald til þess að hjóla í ca 90mín en hjólaðir eru nokkrir hringir í brautinni og ræðst hringjafjöldi af hraðasta keppanda í hverjum flokk.

Aðstaðan upp á Seljalandsdal er með eindæmum góð, það er góð er yfirsýn yfir keppnisbrautina frá gönguskíðaskálanum og öll aðstaðan í skálanum til fyrirmyndar. Keppnir sem þessar eru mjög áhorfendavænar þar sem hjólaðir eru margir hringir í brautinni sem liðast um svæðið í hlykkjum, lúppum og allskonar krúsídúllum.  

Heilt yfir voru keppendur ánægðir með brautina og vilja ólmir að sambærileg keppni verði haldin að ári. Útslit má sjá hér https://timataka.net/xcoislandsmeistaramot2019/

 

Sigurvegar í Elite kvk og elit KK voru eftirfarandi:

Ingvar Ómarsson                  01:19:10

Hafsteinn Ægir Geirsson        01:19:38

Bjarki Bjarnason                   01:24:27

 

María Ögn Guðmundsdóttir   01:22:29

Karen Axelsdóttir                  01:26:44

Kristín Edda Sveinsdóttir      01:32:54

Staðfest úrslit má sjá hér 

Aðstandendur keppninnar eru nokkuð ánægðir með framkvæmdina enda fyrsta sinn sem þeir koma að svona móti. Við erum gríðarlega þakklát fyrir þá miklu samvinnu sem var í gangi, þar sem allir voru boðnir og búnir til að koma að mótinu með einum eða öðrum hætti, því langar okkur að senda þakkir á her þrautþjálfaðra sjálfboðaliða sem stóð þétt við bakið á stjórnarmönnum Vestri – hjólreiða. 

 

Opið Vestfjarðamót barna og unglinga var haldið strax á eftir Íslandsmeistaramótnu í ólympískum fjallahjólreiðum.

Hjólaður var ca 2km hringur á svæðinu og fóru allir sem enn á góðum tíma í gegnum brautina.  

Keppendur á mótinu voru aðalega ungmenni héðan af svæðinu og er greinilegt að framtíðin á fjallahjólasportinu er björt hérna fyrir vestan.

Vegleg verðlaun voru í boði fyrir fyrstu sætin en við viljum þakka

Púkanum, Hamraborg, Ísafjarðarbíó, Bobba í Craftsport,sérstaklega fyrir stuðninginn á Unglingamótinu.Einnig viljum við þakka Ísafjarðarbæ, Fossavatnsgögnuna, SFÍ, Skíðasvæði Ísafjarðar, Bakaranum, Nettó og síðast en ekki síst þeim keppendum sem hjóluðu fyrir okkur hin eins og enginn hafi verið Vesturgatan.

 

Deila