Keppendur Vestra gerðu góða ferð í Hlíðarfjall á Akureyri um síðustu helgi en þar fór fram Íslands- og bikarmót í enduro fjallahjólreiðum og fjallabruni. Fimm keppendur Vestra tóku þátt í yngri flokkum enduró keppninnar, eða ungdúró. Skemmst er frá því að segja að öll komu þau heim með verðlaun, þrjú gullverðlaun, tvö silfurverðlaun og ein bronsverðlaun.
Í elsta flokki ungdúró U17 tóku þátt Ísar Logi Ágústsson og Aron Ýmir Ívarsson, og hafði Ísar Logi sigur en Aron Ýmir nældi sér í bronsverðlaun. Í U13 ára flokki sigraði Sara Matthildur Ívarsdóttir í stúlknaflokki og Dagur Ingason í drengjaflokki. Adrían Uni Þorgilsson keppti í U11 flokki og vann til silfurverðlauna, en hann tók einnig þátt í fjallabruni á sunnudaginn þar sem hann krækti sér einnig í silfur í þeirri grein.
Þjálfari krakkanna Þorgils Óttar Erlingsson tók einnig þátt í mótinu og hafnaði hann í sjötta sæti í mastersflokki fullorðinna.
Frábært árangur hjá þessum flottu keppendum Vestra og greinilegt að æfingar sumarsins hafa skilað sínu.
Það styttist svo í að Vestri haldi sitt árlega enduro og ungdúró mót en það fer fram á Ísafirði dagana 8.-10. ágúst næstkomandi.
Deila