Fréttir

Hjólagarður

Hjólreiðar | 13.09.2022

Hjólagarður Vestra vígður sl helgi að viðstöddu miklu fjölmenni. Í hjólagarðinum er ný hólabraut eða pumpubraut. Það tók um 2-3 vikur að leggja brautina og var það gert í sjálfboðaliðavinnu undir stjórn Ólivers Hilmarssonar. Hjólreiðadeild Vestra lögðu ófáir verkinu lið með því að leggja til aðstöðu, tæki og mannskap. Foreldrar voru dugleg að mæta og taka þátt í undirbúningnum. Guðmundur Kr. Ásvaldsson var löngum stundum á gröfu sinni við verkið og Ágúst Atlason styrkti framtakið með efniskaupum. 

Hólabraut eða pumpubraut er þannig gerð að unnt er að fara brautina með því að nýta sér hólana til þess að ná ferð og komast áfram án þess að stíga hjólið og listin felst í því að ná færni á því sviði.

Það verður gaman að fylgjast með ásókninni í garðinn og sjá hann vaxa í framtíðinni.


Gæti verið mynd af 6 manns, reiðhjól, fjall og náttúra

Gæti verið mynd af 3 manns og útivist

Gæti verið mynd af dune buggy og útivist

Deila