Fréttir

Íslandsmeistaratitill í CX hjólreiðum

Hjólreiðar | 28.10.2019
1 af 4

Nýtt keppnistímabil í hjólreiðum 2020 hófst á helginni með Íslandsmeistaramóti í cyclocross (CX), okkar fólk mætti að sjálfsögðu til leiks. María Ögn sigraði kvennaflokkin örugglega og landaði Íslandsmeistaratitli í CX hjólreiðum. Hafsteinn var annar í karlaflokkinum. 

Í CX keppni er keppt í þrautabraut þar sem keppendur hjóla í hring í 60 mín. Í CX brautinni eru ýmsar hindranir lagðar fyrir keppendur, í þessari keppni þurfti meðal annars að hjóla  upp tröppur, yfir druma, hlið, og sandpitti. Hér er flott myndband frá keppninni sem lýsir keppninni vel. 

 Keppnistímabilið í cyclocross 2020 byrjar í ágúst 2019 og lýkur snemma á árinu 2020. Þar sem hefbundin dagsetning fyrir landsmót er í febrúar fá lönd á norðlægum slóðum undanþágu til að halda mót á þeim tíma sem það er hægt vegna veður aðstæðna.

 

María Ögn grimm

María Ögn tekur á því Mynd Ragnar Adólf Arnarson

 

Hafsteinn gefur ekkert eftir

Hafsteinn á fullri ferð. Mynd Ragnar Adólf Arnarson

Deila