Fréttir

Ungdúró fjallahjólamót á Ísafirði

Hjólreiðar | 18.07.2020
Fyrsta Ungduro mót Vestra fer fram 19. júlí
Fyrsta Ungduro mót Vestra fer fram 19. júlí

Sunnudaginn 19. júlí fer fram fyrsta Ungduro fjallahjólamót Hjólreiðadeildar Vestra en undanfarin ár hafa slíkar keppnir verið haldnar í fullorðinsflokki á Ísafirði og fer næsta fullorðinskeppni fram 15. ágúst næstkomandi. Áhorfendur eru að sjálfsögðu velkomnir en nánari upplýsingar um staðsetningu sérleiðanna má nálgast í tenglum hér að neðan.

Enduro er keppnisform í fjallahjólreiðum þar sem allir hjóla saman langa leið og aðeins er keppt á merktum sérleiðum sem eru aðallega niður á móti. Keppendur stimpla sig inn i byrjun hverrar sérleiðar og svo út í lok hennar. Samanlagður tími hvers keppanda á sérliðunum gildir til úrslita.

Á sunnudag verður keppt í þremur vegalengdum. Lengri vegalend, sem eru fjórar sérleiðir, styttri vegalengd sem eru þrjár sérleiðir og svo krakkaþraut sem er ein sérleið.

Ræst verður frá Seljalandsdal kl. 11 en afhending keppnisgagna hefst kl. 10 í skíðaskálanum. Fyrst er ræst í lengri vegalengdirnar en styttri strax í kjölfarið.

Enn er hægt að skrá sig í keppnina á vef Hjólreiðasambands Íslands.

Leiðarlýsingar eru aðgengilegar á Trailforks:

Ungduro lengri vegalend

Ungduro styttri vegalengd

Krakkaþraut

Deila