Fréttir

Vestri hjólreiðar á hjólahelgi fyrir norðan

Hjólreiðar | 01.08.2019
Kata þeysist af stað
Kata þeysist af stað
1 af 2

Hjólreiðahelgi Greifans var haldin á Akureyri síðastliðna helgi. Hátíðin var glæsileg að vanda með mörgum fjölbreyttum hjólreiðaviðburðum og átti Vestri fimm þáttakendur á helginni.  

Sigurður og Katrín Ólafsbörn tóku þátt í barna- og unglingamóti í XC fjallahjólreiðum og landaði Sigurður fyrsta sætinu í flokki 9-10 ára drengja. Þrír keppendur Þórdís, Heiða og Ólafur tóku þátt í Enduró fjallahjólamóti og Fjallabruni.

Barna- og unglingamótið var haldið í Kjarnaskógi þar voru hjólaðir tveir 4km hringir í fjallahjólabraut. Endurómótið var haldið á svipuðu svæði en hjólaðir voru stígar sem liggja frá Hlíðarfjalli og niður að Kjarnaskógi, samtals 25km.

Keppnin í Fjallabruni var haldin í Hlíðarfjalli og voru hjólaðar tvær umferðir í þartilgerðri braut þar sem betri tíminn gilti í stigakeppni.

Vestri þakkar Akureyringum kærlega fyrir vel skipulagða keppni.  

Deila