Þórður Hafþórsson gerði sér lítið fyrir og kom inná í sínum fyrsta meistaraflokksleik á laugardaginn. Hann er á yngra ári í 3.fl og er örugglega með yngstu mönnum til að koma inná í meistaraflokki á Isafirði.
Þórður sýnir að með heilmiklum dugnaði og eljusemi nær maður markmiðum sínum..
Þess má geta að 7 aðrir uppaldir Vestra strákar voru í byrjunarliðinu og 5 af þeim enn í 2. flokki. Þráinn Arnaldsson var varamarkvörður í leiknum en hann er einnig á yngra ári í 3.flokki.
Það má því með sanni segja að framtíðin er björt hjá knattspyrnudeild Vestra.
Deila