Lið 4.fl.kvenna frá BÍ fór um síðastliðna helgi í keppnisferð norður á Akureyri og tóku þar þátt í Goðamótinu. Þetta var fyrsta fótboltamótið sem stelpurnar taka þátt í frá því í sumar og var mikil tilhlökkun í stelpunum að fá loksins að keppa aftur. Þær stóðu sig með mikilli príði og spiluðu mjög flottan fótbolta á köflum og börðurst vel í öllum 6 leikjunum sem þær spiluðu. Að lokum enduðu þær í 4 sæti b-riðils eftir úrslita leik við KA2 um bronsið. Stelpurnar eru staðráðnar í því að leggja mikið á sig í vetur og mæta vel undirbúnar til leiks fyrir Íslandsmótið í sumar. Atli Freyr Rúnarsson er þjálfari 4.fl.kvenna hjá BÍ