Fréttir

5.fl kvk á haustmóti Keflavíkur

Knattspyrna | 30.11.2015

5.flokkur stúlkna fór núna um helgina á haustmót Keflavíkur. Er þetta í fyrsta skiptið sem við förum á þetta mót. Lagt var af stað keyrandi eftir skóla á föstudaginn.

Á laugardeginum fór mótið fram og stóðu stelpurnar sig rosalega vel. Það er mjög gott fyrir þær að fara á vetrarmót til þess að fá spiltíma því langt er milli leikja hjá þeim ef einungis er farið á mót á sumrin. Stelpurnar skemmtu sér konunglega og fóru svo í keilu um kvöldið.

Það voru því ánægðar en jafnframt þreyttar stelpur sem keyrðu heim á sunnudeginum. 5.flokkur stúlkna er mjög fjölmennur og fóum 14 stelpur með í ferðina og kepptu í tveimur liðum.

Hópurinn allur telur hátt í 20 stelpur. Við erum mjög ánægð með þennan stóra hóp og er hann einn liður í uppbyggingu stelpu og kvennafótbolta hjá BÍ/Bolungarvík.

Deila