Fréttir

5.flokkur karla gerði fína ferð til Akureyrar

Knattspyrna | 18.03.2015

5. flokkur karla gerði fína ferð til Akureyrar þar sem að þeir kepptu á Goðamóti Þórs dagana 13.-15.febrúar sl. Farið var með 2 lið til keppni og stóðu strákarnir sig prýðisvel.


Að sögn Jónasar Leifs Sigursteinssonar þjálfara 5.flokks BÍ/Bolungarvík, sást vel á þessu móti hvað við erum á eftir öðrum félögum sem hafa yfirbyygða velli. Hann hafði orð á því að við Vestfirðingar værum að dragast langt aftur úr öðrum félögum í yngri flokka starfi, vegna ófullnægjandi æfingaaðstöðu yfir vetrartímann.

Deila