Fréttir

6. flokkur stúlkna á TM mótinu um helgina.

Knattspyrna | 29.04.2024
1 af 3

Það var mikið um að vera hjá knattspyrnudeild Vestra um helgina.

6. flokkur stúlkna tók þátt í TM móti Stjörnunnar sem fram fór í Garðabæ í gær.

Vestri var með tvö lið og var mikil gleði og hamingja sem ríkti á meðal stúlknanna.

Þjálfarar flokksins eru þær Sigrún Betanía og Sólveig Amalía sem báðar verða lykilmenn meistaflokks kvenna í sumar.

Sannar og góðar fyrirmyndir fyrir stúlkurnar enda var þáttakan á mótinu til fyrirmyndar.

Um næstu helgi halda svo stúlkurnar í 7. flokki suður til Reykjavíkur og taka þátt í Cheeriosmóti Víkings sem fram fer í Fossvogi.

Þjálfarar þeirra eru einnig þær Sigrún Betanía og Sólveig Amalía.

ÁFRAM VESTRI

Deila