Fréttir

7. flokkur stúlkna á Cheeriosmótinu um helgina

Knattspyrna | 08.05.2024
1 af 2

Stúlkurnar í 7. flokki héldu suður til Reykjavíkur um sl helgi hvar þær tóku þátt í hinu árlega Cheeriosmóti Víkings.

Mótið var sem fyrr gríðarlega vel sótt og fór fram á æfinga og keppnissvæði félagsins í Fossvogi.

Stúlkurnar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu alla leikina en þær hafa verið duglegar að æfa í vetur.

Þjálfarar stúlknanna þær Sigrún Betanía og Sólveig Amalía hafa haldið virkilega vel utan um hópinn og eiga hrós skilið.

Fleiri mót eru á dagskrá hjá stúlkunum í sumar og fara þær á Norðurálsmótið á Akranesi 21.-23. júní og Símamótið í Kópvagogi 11.-14. júlí.

ÁFRAM VESTRI

Deila