Fréttir

Aco Pandurevic í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 25.03.2011 BÍ/Bolungarvík hefur samið við serbneska hægri bakvörðinn Aco Pandurevic. Pandurevic, sem er 29 ára gamall, getur einnig leikið á kantinum og í vinstri bakverði.

Pandurevic lék í fyrra með Sumadija Jagnjilo í heimalandi sínu en þar áður spilaði hann í fimm ár í Færeyjum. Fyrst lék Pandurevic með VB/Sumba í tvö ár áður en hann fór til NSI Runavik þar sem hann var í þrjú ár. Deila