Fréttir

Æfingarleikir

Knattspyrna | 19.12.2011 BÍ/Bolungarvík lék tvo æfingarleiki í byrjun Desember. Þann fyrri við Selfoss og þann seinni við Stjörnuna. Báðir leikirnir enduðu með tveggja marka tapi, 0-2. Á móti Selfossi lékum við ágætlega og áttum góðar sóknir inn á milli þó mistökin hafi verið mörg. Stjarnan var hinsvegar mun erfiðari andstæðingur og voru menn þreyttir eftir leikinn gegn Selfossi daginn áður. Það vantaði nokkra leikmenn hjá okkur sem gaman hefði verið að sjá spreyta sig í þessum leikjum eins og t.d. Hauk Ólafsson og Hafstein Rúnar Helgason.
Deila