Knattspyrna | 25.01.2012
BÍ/Bolungarvík mætti Tindastól í æfingarleik núna á sunnudaginn síðasta. Þar töpuðum við 1-3 fyrir norðanmönnum. Leikurinn var ekki jafngóður af okkar hálfu og gegn Val helgina áður þar sem við töpuðum 0-2 en lékum samt sem áður vel.
Eina breytingin fyrir þennan leik er að Sigþór kom inn í vörnina í staðinn fyrir Dennis Nielsen sem var á reynslu á móti Val. Gunnar Már skoraði mark okkar í leiknum.
Næsti leikur er gegn Aftureldingu á sunnudaginn kl. 16 í Kórnum.
Deila