Fréttir

Alexander Veigar Þórarinsson gengur til liðs við BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 03.02.2011 Alexendar Veigar Þórarinsson skrifaði nú rétt í þessu undir tveggja ára samning við félagið. Alexander hefur æft með liðinu í vetur og tekið þátt í flestum æfingarleikjum liðsins. Hann er 22 ára gamall miðjumaður og á að baki 28 leiki með Grindavík og Fram í efstu deild karla. Hann hefur einnig leikið með Reyni Sandgerði.

Stjórn BÍ/Bolungarvíkur er gríðarlega ánægð með að fá Alexander til liðs við félagið. Hann hefur sýnt það á æfingum og í leikjum að þarna fer góður leikmaður á ferð. Hann mun klárlega styrkja hópinn fyrir komandi átök í 1. deildinni í sumar. Deila