Fréttir

Alþjóðlegu knattspyrnubúðir Vestra 03.-05. júní

Knattspyrna | 16.05.2025

Alþjóðlegu knattspyrnubúðirnar eru fyrir öll börn fædd 2011-2018.

Tveir erlendir þjálfarar frá Middlesbrough FC verða aðalþjálfarar í knattspyrnubúðunum, en það eru þeir Martin Carter og Mark Tinkler.

Martin Carter er „Head Of Player Recruitment“ hjá knattspyrnuakademíu félagsins og hefur yfirumsjón yfir þeim ungu leikmönnum sem eru fengnir til liðs við Middlesbrough FC.

Mark Tinkler er aðalþjálfari U-21 karlaliðs félagsins. Þess má geta að Mark átti flottan feril sem leikmaður og lék m.a. með Leeds Utd í ensku úrvalsdeildinni. Mark var á sínum tíma fyrirliði U-18 ára landsliðs Englands en í liðinu var m.a. David Beckham. Þegar Micahel Carrick fyrrum leikmaður Man Utd, Tottenham og West Ham gerðist knattspyrnustjóri Middlesbrough FC bað hann Mark sérstaklega um að vera aðstoðarstjóra sinn um hríð.

Báðir þjálfararnir hafa gríðarlega mikla þekkingu og reynslu og njóta mikillar virðingar í boltanum.

Skólastjóri verður Heiðar Birnir.  

Allir aðrir þjálfarar koma frá Vestra.

Allir iðkendur fá treyju frá JAKO.

Hressing verður í boði fyrir iðkendur alla dagana.

Skráning er hafin og fer hún fram  hér

Allar frekari upplýsingar veitir Heiðar Birnir yfirþjálfari hjá Vestra á netfanginu heidarbirnir@vestri.is

Deila