Fréttir

Andri Rúnar og Matthías skrifa undir samning

Knattspyrna | 29.07.2010 Andri Rúnar Bjarnason og Matthías Króknes Jóhannsson skrifuðu í dag undir samning við BÍ/Bolungarvík. Undirskriftin fór fram á veitingastaðnum Við Pollinn um eittleytið í dag. Mörg lið hafa verið á höttunum á eftir þessum efnilegu leikmönnum. Andri Rúnar er markahæsti leikmaður 2. deildar sem stendur og Matthías er í 18 manna leikmannahóp U17 ára landsliðsins sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Finnlandi 1.-9.ágúst næstkomandi.

Stjórn BÍ/Bolungarvíkur er afar ánægð með að þessir tveir heimamenn vilji leika áfram með liðinu. Stefnan er klárlega að halda áfram að byggja á þeim heimamönnum sem fyrir eru í liðinu. Stjórn BÍ/Bolungarvíkur vill koma þökkum til allra þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem staðið hafa þétt við bakið á okkur í sumar. Deila