Fréttir

Ásgeir tekur við meistaraflokki karla.

Knattspyrna | 22.10.2015

BÍ/Bolungarvík hefur samið við Ásgeir Guðmundsson um að taka við þjálfun meistaraflokks karla í knattspyrnu. Ásgeir hefur áður komið að þjálfun liðsins. Hann var aðstoðarmaður Guðjóns Þórðarsonar árið 2011 og síðan aðstoðarmaður hjá Jörundi Áka Sveinssyni næstu þrjú ár þar á eftir. Í sumar tók Ásgeir sér frí frá þjálfun en ætlar að taka slaginn á næsta ári í 2. deild.

Ásamt þessari ráðningu er félagið einnig í viðræðum við erlendan þjálfara sem mun þá starfa við hlið Ásgeirs. Félagið reiknar með að tilkynna það fljótlega ef að verður.

Deila