Fréttir

BÍ88 fær góða heimsókn!

Knattspyrna | 23.03.2010 Nokkrir forráðamanna Íslandsmeistaraliðs FH ætla að heimsækja okkur á föstudaginn og laugardaginn nk. (26. og 27. mars). Þetta eru Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH, Heimir Guðjónsson þjálfari Íslandsmeistara FH í karlaflokki, Guðlaugur Baldursson yfirþjálfari yngri flokka FH og leikmennirnir Atli Guðnason og Matthías Vilhjálmsson, Ísfirðingurinn knái. Munu þeir stjórna æfingum hjá 3.-5. flokki stráka og stelpna á föstudag og laugardag og halda auk þess fund fyrir knattspyrnuáhugamenn á Vestfjörðum á föstudagskvöldið kl. 20:00 í íþróttahúsinu við Torfnes. Þar mun fólk geta spurt þá spjörunum úr um uppbyggingarstefnu FH og áherslur þeirra yfirhöfuð í knattspyrnumálum. Þess utan er auðvitað hægt að spjalla við þá um allt sem viðkemur fótbolta.
Allir eru velkomnir og við hvetjum alla til að mæta en æfingaplanið verður auglýst sérstaklega þegar nær dregur. Deila