Fréttir

BÍ/Bolungarvík - Afturelding

Knattspyrna | 23.01.2011

BÍ/Bolungarvík tók á móti Aftureldingu á laugardaginn síðasta og var leikið á Akranesi eins og svo oft áður. Byrjunarliðið var þannig skipað:

Þórður - Sigurgeir, Atli, Birkir, Sigþór - Axel, Gunnar, Óttar - Alexander, Sölvi og Arnór.
Á varamannabekknum voru Ásgeir Guðmunds, Haffi, Matti, Pétur Run, Andri og Jónmundur

Við byrjuðum leikinn vel og vorum að spila ágætar sóknir á köflum. Eftir góða sókn þá kom fyrirgjöf frá hægri sem varnarmaður Aftureldingar setti í sitt eigið mark. Oft á tíðum vorum við samt ekki nógu yfirvegaðir í sókninni og misstum boltann oft auðveldlega. Afturelding áttu líka sínar sóknir en ógnuðu markinu ekki mikið. Við komumst síðan í 2-0 eftir frábæra sókn þar sem boltinn ferðaðist frá vinstri yfir á hægri vænginn, þaðan kom flott fyrirgjöf beint á Arnór Þrastarson sem kom boltanum í netið. Afturelding náðu þó að minnka muninn þegar Þórður ver skot þeirra til hliðar og sóknarmaður þeirra var fyrstur til og skoraði. Staðan 2-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var mjög svipaður og sá fyrri, við mikið mun meira með boltann en andstæðingurinn með eina og eina sókn inn á milli. Pétur Run setti boltann í slá og átti líka gott skallafæri sem fór framhjá. Atli Guðjónsson skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu sem var reyndar mjög tæpt. Þriðja markið skoraði síðan Matti eftir að Jónmundur hafði farið upp að endanmörkum og sent boltann fyrir markið. Góður 3-1 sigur staðreynd og flestir leikmenn liðsins sem léku vel.

Á næsta laugardag er síðan æfingarleikur við Selfoss og á þriðjudaginn er von á Goran, Litháa og Letta til landsins

Deila