Leikmenn Bí/Bolungarvíkur áttu ekki í miklum vandræðum með lið Tindastóls í dag er liðin mættust á Torfnesvelli í fyrstu umferð 1. deildar karla.
Lið heimamanna er mikið breytt frá því í fyrra. Margir útlendingar eru horfnir á braut og í staðin hafa komið inn ungir og enfilegir leikmenn úr yngriflokka starfi félagsins, en alls voru 14 leikmenn í hóp fæddir 1993 eða seinna.
Leikurinn fór rólega af stað og voru bæði liðin að reyna að halda boltanum innan liðsins. Á 12. mínútu fékk Ólafur Atli EInarsson ágætis færi, en skaut rétt framhjá.
Á 36. mínútu skoraði Aaron Spear frábært mark þegar hann smurði boltanum í fjær hornið með utanfótarsnúningi eftir að hafa sólað 2-3 leikmenn gestanna.
1-0 var staðan í hálfleik en á 47. mínútu kom Andri Rúnar Bjarnason heimamönnum í 2-0 eftir frábæra sendingu frá Magnúsi Þór Gunnarssyni markverði. Andri Rúnar var aftur á ferðinni átta mínútum síðar þegar hann skoraði sitt annað mark eftir frábæran undirbúning hinns unga Viktors Júlíussonar.
Á 65. minútu tryggði Andri sér síðan þrennuna er hann tróð sér milli tveggja varnarmanna og setti blotann í markið milli lappa markvarðarins.
Í lok leiksins fékk Halldór Páll Hermannsson að líta rauða spjaldið fyrir tveggja fóta tæklingu.
Niðurstaðan 4-0 sigur Bí/Bolungarvíkur sem færir þeim toppsæti deildarinnar og sitja Tindastólsmenn þar með á botninum rétt eins og þeim hefur verið spáð.
Frétt frá Fótbolta.net
Tengt efni
Deila