Fréttir

BÍ/Bolungarvík fær Loic Ondo að láni

Knattspyrna | 25.02.2011 BÍ/Bolungarvík hefur fengið varnarmanninn Loic Ondo á láni frá Grindavík en lánssamningurinn gildir út tímabilið.

Ondo gekk til liðs við Grindavík fyrir síðasta tímabil en hann kom við sögu í sautján leikjum í Pepsi-deildinni í fyrra.

Þessi tvítugi leikmaður kemur frá Gabon en hann lék í Frakklandi áður en hann samdi við Grindvíkinga.

Eldri bróðir Ondo er Gilles Mbang Ondo, framherji Stabæk, en hann var markahæsti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni í fyrra þegar hann spilaði með Grindavík. Deila