Fréttir

BÍ/Bolungarvík fer af stað með meistaraflokk kvenna

Knattspyrna | 20.10.2011
Um 40 manns mættu á undirbúningsfund um að endurvekja meistaraflokk kvenna hjá BÍ/Bolungarvík. Fundurinn var haldinn á sal MÍ miðvikudagskvöldið 19.október. Farið var yfir vinnu undirbúningshóps og hún kynnt fyrir fundarmönnum. Var það álit allra fundarmanna að nauðsynlegt væri að endurvekja meistaraflokk kvenna hjá félaginu. Er það talin nauðsynleg framþróun á kvennaknattspyrnu hjá félaginu, samfélaginu og á Vestfjörðum.
  Deila