Fréttir

BÍ/Bolungarvík og KFÍ gefa út vildarkort

Knattspyrna | 23.11.2011 BÍ/Bolungarvík og KFÍ gefa út nýtt vildarkort í sameiningu undir slagorðinu Vinnum saman. Meistaraflokkar KFÍ ásamt fulltrúum BÍ/Bolungarvík munu verða í verslunarmiðstöðinni Neista á milli kl. 16 og 17 á föstudag og kynna kortið fyrir þeim sem vilja. Gert er ráð fyrir að skrifað verði undir við fyrstu kaupendur kortsins á föstudagskvöld þegar heimaleikur KFÍ og Breiðablik fer fram í 1. deild karla.

Vildarkortið veitir handhafa þess m.a. aðgang á alla heimaleiki BÍ/Bolungarvíkur í 1. deild og alla heimaleiki KFÍ í öllum flokkum. Þá fær handhafinn einnig frítt inn á herrakvöld BÍ/Bolungarvíkur og hefur kost á merktum sætum á heimaleikjum KFÍ auk fjölda afsláttra hjá fyrirtækjum á norðanverðum Vestfjörðum.

 

Deila