Fréttir

BÍ/Bolungarvík og Vífilfell gera með sér samstarfssamning.

Knattspyrna | 18.11.2010 BÍ/Bolungarvík og Vífilfell hf. undirrituðu nú í dag með sér samstarfssamning til þriggja ára. Vífilfell verður með samningnum einn helsti bakhjarl BÍ/Bolungarvíkur og styður þannig við öflugt starf félagsins í meistaraflokki. Vífilfell hefur í gegnum árin starfað náið með íþróttahreyfingunni í landinu og er bakhjarl fjölmargra íþróttafélaga og -hreyfinga. Vífilfell kappkostar að bjóða upp á breiða flóru drykkjavara, m.a. fjölbreytt úrval vatns, safa og próteindrykkja, sem henta einkar vel íþróttafólki.
 
 „Við erum virkilega ánægðir með samninginn og berum miklar væntingar til samstarfs við jafn öflugt fyrirtæki og Vífilfell. BÍ/Bolungarvík er metnaðarfullt íþróttafélag og sá öflugi stuðningur sem félagið fær með samstarfi þessu er okkur mjög mikilvægur. Við erum vissir um að samstarfið verður gæfuríkt fyrir báða aðila." sagði Samúel Samúelsson, stjórnarmaður hjá BÍ/Bolungarvík. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá Árna Stefánsson, forstjóra Vífilfells, og Samúel Samúelsson, stjórnarmann, við undirritunina í höfuðstöðvum Vífilfells í dag. Deila