Fréttir

BÍ/Bolungarvík semur við enskan bakvörð

Knattspyrna | 06.01.2015

BÍ/Bolungarvík hefur náð samkomulagi við Calvin Crooks um að hann leiki með liðinu nk. tímabil. Calvin er 23 ára enskur vinstri bakvörður og er einnig með bandarískt ríkisfang. Hann skrifaði undir samning við félagið um sl. helgi. Calvin kemur ma. í gegnum unglingastarf New York Redbulls og á yfir 20 leiki með yngri landsliðum Bandaríkjanna. Calvin hefur spilað á Englandi sl. ár, ma. tvö tímabil með varaliði Crystal Palace og einnig liðum í neðri deildum Englands.

Deila