Fréttir

Bjarki Pétursson skrifar undir nýjan samning

Knattspyrna | 21.01.2013

Markvörðurinn Bjarki Pétursson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Bjarki verður tvítugur á þessu ári og kom til félagsins frá Fjölni árið 2011. Þetta er því þriðja tímabil hans með BÍ/Bolungarvík.

Hann lék þrjá leiki í markinu í 1.deildinni í sumar og stóð sig með stakri prýði. Framtíð Bjarka var í óvissu eftir tímabilið en hann ákvað að taka slaginn í sumar og eru það frábærar fréttir fyrir liðið. 

Deila