Fréttir

Búningar tilbúnir til afgreiðslu í Leggur og skel

Knattspyrna | 05.07.2011 Þá eru búningarnir tilbúnir til afgreiðslu í Leggur og skel, frá og með miðvikudeginum 6.júlí. "Nýr styrktaraðili" kom óvænt fram þegar hefja átti prentun á búningunum í síðustu viku. Steiniðjan ehf. sem er eigandi Sólsteina, festi kaup á S.Helgason í síðustu viku. Og þ.a.l. verður S.Helgason framan á búningum yngri flokka félagsins.
Allir iðkendur sem hafa pantað sér búning, hafa fengið niðurgreiðslumiða frá félaginu. Hver iðkandi verður að afhenda miðann í versluninni til að fá búningin afhentan og einnig til að fá niðurgreiðsluna. Þeir iðkendur sem ekki hafa fengið niðurgreiðslumiða afhenta, geta nálgast þá á skrifstofu félagsins Vallarhúsinu, miðvikudaginn 6.júlí milli 10:00-12:00. 
Deila