Fréttir

Colin Marshall til BÍ/Bolungarvíkur

Knattspyrna | 09.03.2011

Fréttin tekin af fotbolti.net:
BÍ/Bolungarvík hefur samið við skoska miðjumaninn Colin Marshall sem var á reynslu hjá liðinu í síðustu viku. Marshall, sem er 26 ára, lék síðast með Crevillente Deportivo í spænsku þriðju deildinni.

,,Við erum fyrst og fremst að breikka hópinn og styrkja þessa stöðu,"
sagði Guðjón Þórðarson þjálfari BÍ/Bolungarvíkur í samtali við Fótbolta.net.

,,Hann er mjög lipur spilari og rólegur og yfirvegaður á boltann. Þetta er maður sem getur haldið boltanum og spilað honum og hann dregur aðra inn í spilið líka."

Marshall lék með Aston Villa á yngri árum og hann vann meðal annars bikakeppni unglingaliða með liðinu árið 2002. Síðan þá hefur Marshall leikið með Clyde, St. Johnstone, Falkirk, Airdrie United, Stranraer, Dundee, Forfar og Tiverton Town í heimalandi sínu. Talsverðar breytingar hafa verið hjá BÍ/Bolungarvík í vetur en möguleiki er á að fleiri leikmenn komi til félagsins.

,,Við erum ennþá með tiltölulega fámennan hóp og þetta eru 15-16 leikmenn sem við erum með. Það gætu dottið inn einhverjir í viðbót, það er ekkert útilokað í þeim efnum," sagði Guðjón.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=105307#ixzz1G6wPTeae

Deila