Fréttir

Daði Freyr og Viktor með U-17 til Belfast

Knattspyrna | 06.04.2014
Daði Freyr Arnarsson og Viktor Júlíusson leikmenn 3.flokks BÍ/Bolungarvík voru á dögunum valdir í 18 manna hóp U-17 landsliðs Íslands. Þeir munu ferðast og keppa með landsliðinu dagana 7.-11.apríl á undirbúningsmóti UEFA í Belfast á N-Írlandi. Daði Freyr er markmaður og hefur spilað 2 leiki með m.fl BÍ/Bolungarvík í undirbúningsleikjum vetrarins. Viktor Júlíusson er miðjumaður og hefur spilað 6 leiki með m.fl BÍ/Bolungarvík í undirbúningsleikjum vetrarins. Báðir hafa þeir æft með landsliðinu síðan í nóvember sl. og báðir fæddir árið 1998.
Hér er hægt að fylgjast með gengi drengjanna:
http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=32068 
Deila