Fréttir

Dagskráin að mótinu komin á netið

Knattspyrna | 04.12.2008 Þá er uppröðunin komin á hreint. Við ákváðum að breyta aðeins fyrirkomulaginu á mótinu enda ljóst að Hólmvíkingar komast ekki þessa helgi og fækkar þar með leikjum nokkuð. Svo eru krakkarnir okkar út um allar trissur enda nálgast jól og erum við því með færri lið en venjulega. Með því að hagræða aðeins og fækka leikjum í völdum flokkum getum við því klárað mótið á laugardeginum. Flokkar eiga að mæta sem hér segir (ef þjálfarinn sagði annað, farið þið eftir því sem hann/hún sagði):

8. flokkur mætir kl. 8:30, hefur leik kl. 9:00
7. flokkur drengja og stúlkna og 6. flokkur stúlkna mætir kl. 8:50, hefur leik kl. 9:20
4. flokkur stúlkna mætir kl. 10:00, hefur leik kl. 10:30
4. flokkur drengja mætir kl. 10:30, hefur leik kl. 11:00
6. flokkur drengja og 5. flokkur stúlkna mætir kl. 12:30, hefur leik kl. 13:00
5. flokkur drengja mætir kl. 14:15, hefur leik kl. 14:45
3. flokkur karla mætir kl. 16:00, hefur leik kl. 16:40.

Móti lokið kl. 17:00

Nákvæm leikjatafla er komin inn undir liðnum "Gögn fyrir foreldra" á forsíðunni. Deila