Fréttir

Dagskráin fyrir heimsókn FH komin

Knattspyrna | 24.03.2010 Krakkar í 3.-5. flokki eru boðnir á æfingar hjá Heimi Guðjónssyni, þjálfara meistaraflokks FH og Ingvari Jónssyni, yfirþjálfara yngri flokka FH. Dagskráin verður sem hér segir:

Föstudagur 26. mars:

Íþróttahúsið við Torfnes:
Kl. 16:00-16:50 æfing 3. flokkur stelpna
Kl. 16:50-17:40 æfing 4. flokkur stráka
Kl. 17:40-18:30 æfing 3. flokkur stráka


Kl. 20:00 Opinn fundur með FH-ingum og áhugamönnum um knattspyrnu, iðkendum, foreldrum og þjálfurum. Fyrirspurnir til FH-inganna. Allir velkomnir. Molakaffi fyrir mannskapinn.

 

Laugardagur 27. mars:

 

Íþróttahúsið við Torfnes:
Kl. 11:00-11:50 æfing 4. og 5. flokkur stelpna
Kl. 11:50-13:00 æfing 5. flokkur stráka
Hlé
Kl. 14:00-14:45 æfing 3. flokkur stelpna
Kl. 14:45-15:30 æfing 3. flokkur stráka

 

Við hvetjum alla, foreldra og áhugamenn um knattspyrnu, að mæta á fundinn enda mun umræðuefnið vera uppbyggingarstefna FH, hvað þeir vita og við getum notað og svo auðvitað hvað við vitum og þeir geta notað.

Það er tilvalið fyrir foreldra að fara á árshátíðarsýningu grunnskólans á fimmtudag eða föstudagsmorgun til að geta komist á fundinn á föstudagskvöldið.

Stjórn BÍ88 er afar ánægð með komu FH-inga hingað vestur, stóru liðin hafa ekki sýnt okkur litlu liðunum mikinn áhuga hingað til, nema þegar um efnilega leikmenn er að ræða. Nú vilja þeir hins vegar gefa meira af sér til okkar og erum við eitt þriggja félaga sem FH ætlar að eiga samstarf við á landsbyggðinni. Hin félögin eru Höttur á Hornafirði og Völsungur á Húsavík. Við eigum von á góðu með samstarfi við FH, enda eru þeir búnir að sanna sig sem margfaldir meistarar fyrir fullt og fast í efstu deild íslensku knattspyrnunnar.

Deila