Fréttir

Dagur Elí valinn í landsliðsúrtak U-16

Knattspyrna | 07.02.2011 Dagur Elí Ragnarsson leikmaður 3.flokks BÍ88, var valinn til að taka þátt í landsliðsúrtaki U-16 ára dagana 22. og 23.janúar sl. Í þessum úrtakshóp voru 36 leikmenn víðs vegar af landinu og fóru æfingarnar fram í knattspyrnuhúsinu Kórnum. Við fengum þær fréttir að Dagur Elí hefði staðið sig vel á æfingunum og verið félagi sínu til sóma. Boltafélag Ísafjarðar óskar Degi til hamingju með þennan árangur og vonar að áframhald verði á þessum úrtaksæfingum hjá Degi. Deila