Fréttir

Daníel semur við BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 18.10.2012 Daníel Agnar Ásgeirsson, 15 ára leikmaður BÍ/Bolungarvík, hefur skrifað undir samning við meistaraflokk félagsins. Daníel er efnilegur miðjumaður sem hefur verið að gera það gott síðustu ár. Hann var í gær valinn til að mæta á úrtaksæfingar hjá U17 ára landsliði Íslands. Hann er yngsti leikmaðurinn til að gera samning við sameiginlegt lið ísfirðinga og bolvíkinga. Deila