Fréttir

Danimir Milkanovic hættir sem aðalþjálfari Vestra.

Knattspyrna | 19.07.2017

Knattspyrnudeild Vestra og Danimir Milkanovic hafa komist að þeirri niðurstöðu að Danimir leggi niður störf sem aðalþjálfari meistaraflokks Vestra í knattspyrnu.

Ástæða starfsloka er árangur liðsins í sumar sem báðir aðilar eru sammála um að sé alls ekki sá sem var stefnt á í byrjun sumars.

Knattspyrnudeild Vestra þakkar Danimir fyrir sín störf, en Danimir hefur frá fyrsta degi lagt mikla vinnu í starf sitt. Óskum við honum velfarnaðar í komandi verkefnum.

Eftir sem áður verður Daniel Badu þjálfari liðsins, honum til halds og traust verða svo þeir Jón Hálfdán Pétursson og Pétur Georg Markan.

 

Fyrir hönd meistaraflokksráðs Vestra

Ragnar Heiðar Sigtryggsson

Samúel Samúelsson Formaður

Deila