Fréttir

David Sinclair til BÍ/Bolungarvíkur

Knattspyrna | 13.02.2014

Skoski knattspyrnumaðurinn David Sinclair er genginn til liðs við BÍ/Bolungarvík. Sinclair er 23 ára miðjumaður sem lék í sex ár með Livingston þar sem hann vann meistaratitla í C- og D-deildunum skosku en síðan með Ayr United í C-deildinni, þar sem hann skoraði 10 mörk í 27 leikjum, og með Airdrieonians í C-deildinni í vetur. Þar spilaði hann 14 leiki og skoraði eitt mark en var leystur undan samningi í janúar. 

Í Morgunblaðinu kemur fram að Sinclair var til reynslu hjá enska B-deildarliðinu Birmingham síðasta sumar en meiddist þar á ökkla og þurfti að fara í uppskurð í kjölfarið. Hann er fjórði leikmaðurinn sem BÍ/Bolungarvík hefur samið við fyrir tímabilið í sumar. Hinir eru Kári Ársælsson, Björgvin Stefánsson og Aaron Spear. 

Deila