Fréttir

Deildarbikar og æfingarleikir

Knattspyrna | 19.12.2011 Deildarbikar KSÍ mun hefjast í febrúar á næsta ári. Búið er að draga í riðil og er BÍ/Bolungarvík í A-deild Riðill 1. Fyrsti leikur er sunnudaginn 19. Febrúar á móti Þrótti og verður hann leikinn í Laugardalnum. Þar á eftir fylgja leikir við Breiðablik, Hauka, Víking Ó., Selfoss, KR og Fram.

 

Í byrjun árs 2012 mun leikjaplan liðsins verða sett inn á síðuna en liðið mun spila æfingarleiki nánast á hverri helgi fram að deildarbikar.

 

Deildarbikar A-deild riðill 1

Deila