Fréttir

Dennis Nielsen og Goran Vujic í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 06.02.2012 BÍ/Bolungarvík hefur samið við danska varnarmanninn Dennis Nielsen en hann er væntanlegur til landsins um miðjan mánuðinn. Nielsen er 21 árs og var til reynslu hjá Djúpmönnum í janúar. Nielsen var á mála hjá Varde í dönsku annarri deildinni. Hann kom til Íslands í gegnum Henrik Bödker, einn af aðstoðarþjálfurum Stjörnunnar.


Framherjinn Goran Vujic verður áfram með BÍ/Bolungarvík en hann hefur verið að glíma við hnémeiðsli síðustu ár og gat aðeins leikið tvo leiki snemma sumars í fyrra


Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=121168#ixzz1lcwjpX7B

 

Deila